Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Í áfanganum er unnið í stærðfræðiforritinu Geogebra með lausnir rúmfræðilegra verkefna. Fjallað er um hugtök Evklíðskrar rúmfræði, rúmfræðilegar færslur og hnitarúmfræði. Farið er í nokkur undirstöðuhugtök Evklíðskrar rúmfræði, meðal annars skilgreiningar á hæð, miðlínu, helmingalínu horns og miðþverli, teikningar á þessum línum inn á mynd, skilgreiningar á helstu hugtökum varðandi flatarmyndir og flatarmál, reglur um miðpunkt umritaðs hrings og innritaðs hrings í þríhyrning og rúmfræðilegar færslur, s.s speglun, snúning og hliðrun.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu hugtökum Evklíðskrar rúmfræði
- teikningu flatarmynda
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota tölvu við að leysa rúmfræðileg vandamál
- nota tölvu við að setja lausnir viðfangsefna skipulega fram
- nota tölvu við að skrá röksemdafærslur og sannanir
- nota tölvu við að teikna flatarmyndir
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
- átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
- skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
- beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur.
Nánari upplýsingar á námskrá.is