Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Aðalefni áfangans eru fantasíubókmenntir eftir misþekkta höfunda, sbr. J.K. Rowling – Harry Potter and the Philosopher‘s Stone, George R.R. Martin – Game of Thrones og Philip K. Dick – Do Androids Dream of Electric Sheep. Ennfremur fá nemendur tækifæri til að kynna ítarlega önnur verk er falla undir fantasíubókmenntir og skapa eitthvað frá eigin brjósti. Kröfur áfangans samsvara hæfnisþrepi B1 í Evrópska tungumálarammanum (CEFRL).
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- tjáningarmöguleikum rithöfunda sem skrifa í fantasíustíl
- persónusköpun í bókmenntum og sjónmiðlum
- mismunandi frásagnarstíl og sjónarhorni frá bók til sjónmiðils
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina mismunandi sjónarhorn fantasíuformsins
- greina mismunandi gerðir fantasíuheima
- greina söguform á gagnrýninn hátt með vísun í sögugerðir Propps
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- tjá hugmyndir í riti
- virkja sköpunarkraft og hugmyndaflug
- geta betur notið fantasíubókmennta og þekki mismunandi minni bókmenntaverka.
Nánari upplýsingar á námskrá.is