FRAN1FB05 - Franska 2: Notkun tungumálsins í daglegu lífi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: FRAN1FA05
Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun þar sem fléttað er inn í kennsluna menningu, siðum og samskiptavenjum frönskumælandi landa. Orðaforði er aukinn og ný málfræðiatriði þjálfuð. Til þess að styrkja þessa þætti lesa nemendur einfalda skáldsögu og gera ýmis verkefni út frá henni. Lögð er áhersla á vinnu í kennslustundum, bæði einstaklings- og hópavinnu, einnig eru unnin stærri verkefni með munnlegum kynningum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
  • helstu grundvallarþáttum franska málkerfisins
  • frönskumælandi löndum og fengið aukna innsýn í menningu, samskiptavenjur og siði þjóðanna
  • einföldum samskiptum og tjáningu í mæltu og rituðu máli

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt, t.d. einfaldar leiðbeiningar og fyrirmæli, uppástungur og stuttar frásagnir
  • skilja einfalda texta af ýmsu tagi og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
  • fylgja söguþræði í einföldum bókmenntatexta
  • afla sér einfaldra, hagnýtra upplýsinga og taka þátt í einföldum samræðum um kunnugleg efni með því að beita kurteisis- og málvenjum við hæfi
  • geta tjáð sig á einfaldan hátt um tilfinningar og viðhorf
  • geta lýst umhverfi sínu í daglegu lífi
  • skrifa stutta texta, svo sem lýsingar á eigin högum, skilaboð og samtöl
  • nýta sér ýmis hjálpargögn í frönskunáminu

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja talað mál um kunnugleg efni
  • skilja meginatriði texta sem innihalda algengan orðaforða, m.a. á netinu, í blöðum og tímaritum
  • tjá sig munnlega við tilteknar aðstæður í samskiptum og beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum
  • miðla á einfaldan hátt eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu
  • skrifa einfalda texta um málefni og atburði byggða á persónulegri og ímyndaðri reynslu
Nánari upplýsingar á námskrá.is