Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í þessum áfanga verður fjallað um hvernig ýmis félagsfræðileg fyrirbæri birtast í kvikmyndum. Rýnt verður í mannlega fjölbreytni, staðalímyndir, fordóma og hagsmunahreyfingar.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- staðalímyndum og fordómum
- hagsmunabaráttu ýmissa hópa
- veruleika fólks í ólíkum samfélögum
- afstæðishyggju og þjóðhverfum hugsunarhætti
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- túlka kvikmyndir út frá tilteknu þema
- setja fram túlkun sína á kvikmynd bæði munnlega og skriflega
- geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum um efni kvikmynda
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta fjallað á gagnýrnin hátt um staðalímyndir, fordóma og aðra mismunun
- meta gildi og áhrif kvikmynda við að móta samtímaviðhorf
- heimfæra boðskap kvikmynda á líf sitt og miðla til annarra
Nánari upplýsingar á námskrá.is