Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK2UK05
Viðfangsefni áfangans eru glæpasögur skrifaðar á ensku. Fjallað verður um uppruna glæpasöguritunar og hvernig hún greinist í mismunandi undirflokka. Við lestur glæpasagna áfangans eru höfundarnir skoðaðir sem og saga þeirra og bakgrunnur. Þjóðfélagslegur bakgrunnur og samtími sagnanna sem eru til umfjöllunar eru einnig skoðaðir.
Kröfur áfangans samsvara hæfnisþrepi C1 í Evrópska tungumálarammanum (CEFRL).
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- bókmenntategundinni glæpasögur
- sögu og þróun glæpasagnaritunar
- mismunandi undirflokkum glæpasagna
- tengslum gæpasagna við sinn samtíma
- mismunandi höfundum glæpasagna
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa og skilja glæpasögur eftir ólíka höfunda
- fjalla um og greina glæpasögur í umræðum og kynningum
- greina og fjalla um kvikmynda- og sjónvarpsefni út frá glæpasögum
- skrifa formlega og óformlega texta á ensku um viðfangsefnin
- vinna að skapandi verkefnum í tengslum við efni áfangans
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- dýpka lesskilning sinn á ensku
- mynda sér skoðanir og geta rökstutt þær í umræðum, kynningum og verkefnum
- hafa yfirsýn yfir bókmenntategundina glæpasögur og undirflokka hennar
- miðla á skapandi hátt hugmyndum og skoðunum á glæpasögum á ensku
Nánari upplýsingar á námskrá.is