HAGF2ÞJ05 - Þjóðhagfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Í áfanganum eru grunnhugtök og meginviðfangsefni þjóðhagfræðinnar kynnt. Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um helstu hagstæðir þjóðarbúsins og tengsl þeirra. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku efnahagslífi. Kynnt er margvísleg framsetning á hagfræðilegu efni. Nemendur fá þjálfun í að lesa úr línuritum og innsýn í notkun vísitalna, hlutfallareiknings og fleiri algengra aðferða við vinnslu á hagfræðilegum upplýsingum. Áhersla er lögð á að nemendur geti hagnýtt sér Netið til öflunar tölulegra upplýsinga. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni sem tengjast efnahagsþróun á Íslandi í dag og taka þátt í umræðum sem tengjast hagfræði. Kennsluaðferðir miða að auknu sjálfstæði og ábyrgð nemenda á eigin námi.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hagfræði sem fræðigrein, meginviðfangsefnum hennar og grundvallarspurningum
  • mismunandi hagkerfum; innviðum hagkerfa og hlutverkum þeirra
  • lögmálum markaðarins, framboði og eftirspurn og meginþáttum verðmyndunar á markaði
  • umsvifum hins opinbera í efnahagslífi; ráðherrum og ráðuneytum
  • hlutverki seðlabanka
  • vandamálum í efnahagslífinu; verðbólgu, atvinnuleysi og erlendum skuldum
  • framleiðsluþáttum og flokkun atvinnugreina
  • verðteygni, geta reiknað og lagt mat á verðteygni
  • markaðsaðstæðum
  • þjóðarframleiðslu, landsframleiðslu og hagvexti

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota framboðs- og eftirspurnarlínurit til að skoða þróun á markaði
  • reikna út þjóðhagstærðir og hlutfallslegar breytingar á milli ára
  • reikna hagvöxt
  • reikna verðteygni
  • lesa heimasíður sér til gagns
  • tjá sig skriflega um efnahagsleg málefni

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • leggja mat á upplýsingar um efnahagsmál
  • taka þátt í daglegri efnahagsumræðu út frá faglegu sjónarmiði
  • tengja undirstöðuþekkingu í þjóðhagfræði við þróun efnahagsmála
  • afla sér frekari þekkingar um hagfræði og geti nýtt upplýsingatækni og Netið við öflun upplýsinga og lausn verkefna sem tengjast hagfræðilegum viðfangsefnum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is