Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Félagsgreinaáfangi á 2. þrepi.
Viðfangsefni mannfræðinnar er manneskjan sem dýrategund. Í áfanganum er farið yfir helstu nálganir mannfræðinnar að mannskepnunni. Meginhluti efnisins beinist að félagslegri mannfræði og nemendur kynnast rannsóknaraðferðum og helstu umfjöllunarefnum mannfræðinga. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist mismunandi menningarheimum og fái þjálfun í að beita afstæðishyggju sem hluta af aðferðarfræði fagsins. Meðal þess sem tekið verður fyrir er fjölbreytileiki í fjölskylduformum, hjúskap, sifjakerfum, ættrakningu, kynhlutverkum, lagskiptingu, stríðsrekstri, friðarferlum, hagkerfum og trúarhugmyndum. Heildræn sýn mannfræðinnar á hvernig mismunandi stofnanir samfélagsins tengjast og hafa áhrif hver á aðra er höfð í forgrunni sem og hvaða hlutverki mannfræðin hefur í hnattrænu samfélagi nútímans og framtíðar. Nemendur fá einnig innsýn í nálgun líffræðilegrar mannfræði, til dæmis prímatafræði, fornmannfræði, erfðamannfræði og réttarmannfræði.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- fjórskiptingu mannfræðinnar
- sögu mannfræðinnar sem fræðigreinar
- rannsóknum erlendra og íslenskra mannfræðinga hérlendis og erlendis
- sértækum hugtökum mannfræðinnar
- sérstöðu mannfræðinnar og skyldleika hennar við aðrar greinar félagsvísinda
- nokkrum fjarlægum og nálægum menningarheimum
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- leggja gagnrýnið mat á þróunarhugtakið bæði hvað varðar líffræðilega og menningarlega þróun
- beita aðferðarfræði mannfræðinga
- skoða fjarlæg og nálæg samfélög í gegnum kenningargleraugu mannfræðinnar
- afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
- nýta fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli
- miðla skýrt og skilmerkilega fræðilegu efni í ræðu og riti
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- vinna úr rannsóknargögnum og leggja á þau mat
- sýna frumkvæði að raunhæfum lausnum
- meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
- beita afstæðishyggju í umræðum um menningarleg málefni og þekki til takmarkana hennar
Nánari upplýsingar á námskrá.is