SAGA2SÆ05 - Saga og samsæri

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: SAGA1MU05
Áfanginn byggir að talsverðu leyti á sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda, heimildaleit, verkefnavinnu, úrvinnslu og framsetningu efnis. Teknir eru fyrir ýmsir atburðir úr mannkynssögunni. Skoðuð eru viðhorf og skoðanir sem fara gegn opinberri söguskýringu og hvað eigi við rök og heimildir að styðjast. Farið verður yfir sannleikshugtakið og skyld hugtök og hvaða heimildum má treysta og hverjum ekki. Gagnrýnin hugsun og söguskýringar verða í fyrirrúmi og skoðað hvernig sögulegir atburðir hafa áhrif á þjóðfélög í kjölfarið.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Ólíkum söguþáttum og orsökum þeirra
  • Helstu hugtökum sem höfð eru um söguleg fyrirbæri, merkingu þeirra og takmörkunum
  • Ólíkum miðlunarformum
  • Ýmsum sviðum og þátttakendum sögunnar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Lesa sagnfræðilegan texta á íslensku og ensku og túlka merkingu þeirra
  • Vinna með fjölbreyttar heimildir og meta gildi og áreiðanleika þeirra
  • Leggja mat á tengsl fortíðar og nútíðar og samhengi milli orsaka og afleiðinga
  • Leggja mat á eigin frammistöðu og annarra í verkefnavinnu

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Geta lagt mat á ólíkar skoðanir, viðhorf og heimildir
  • Koma söguþekkingu sinni og söguskilningi á framfæri með fjölbreyttum hætti
  • Geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum um sagnfræðileg efni
  • Greina samhengi milli orsaka og afleiðinga og beita gagnrýninni hugsun
Nánari upplýsingar á námskrá.is