Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: ÍSLE2MN05
Í þessum áfanga er litið yfir farinn veg Bubba Morthens. Skoðuð verða margbreytileg höfundaverk hans út frá ólíkum hliðum og með fjölbreyttum aðferðum. Allt í þeim tilgangi að gera grein fyrir hvernig Bubbi fór að því að yrkja sig inn í íslenska þjóðarsál fyrir rúmum fjörutíu árum, en ekki síður hvernig honum hefur tekist að halda sér og okkur á tánum allar götur síðan.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- höfundarverkum Bubba Morthens
- helstu straumum og stefnum sem Bubbi hefur spreytt sig á og jafnvel átt þátt í að innleiða í íslenskt menningarlandslag
- félagslegum og menningarlegum aðstæðum sem hafa mótað textagerð og tónlist Bubba
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita bókmennta- og menningarfræðilegum aðferðum og hugtökum við greiningu á verkum Bubba
- taka þátt í uppbyggilegum umræðum um tónlist Bubba, þar sem hann virðir ólíkar skoðanir og getur rökstutt eigið sjónarmið
- túlka verk Bubba út frá eigin forsendum, færa í samhengi við eigin reynsluheim og þá dægurmenningu sem viðkomandi er hluti af
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- dýpka skilning sinn á íslenskri dægurmenningu og samfélagi
- beita ólíkum greiningaraðferðum við að skoða og túlka ólík listaverk og menningarfyrirbæri sem tengjast samtímanum
- tjá sig á gagnrýninn og skapandi hátt, bæði munnlega og skriflega
Nánari upplýsingar á námskrá.is