DANS2HN01 - Dansk her og nu

Undanfari : Grunnskólaeinkunn B eða hærra
Námsgrein : Danska

Lýsing

Einingafjöldi: 1
Þrep: 2

Dansk Her og Nu er gagnvirk vefsíða sem fjallar um málfræði, hlustun og almennan fróðleik um danska siði og venjur. Jafnframt verður boðið upp á aðstoð við heimanám í dönsku í þessum tímum. Hver kennslustund tekur fyrir ákveðinn þátt danskrar málfræði og fylgir því gagnvirkt námsefni. Samhliða hlusta nemendur á samtal og fróðleik um efni sem beina athygli nemandans að dönsku samfélagi, kurteisisvenjum og siðum og oftast fylgja verkefni sem eru gagnvirk t.d. réttar og rangar fullyrðingar.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu einkennum danskrar málnotkunnar og málfræði
  • samfélagi og siðum í Danmörku og hvað sé líkt og hvað ólíkt hér heima og í Danmörku

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina helstu einkenni framburðar í dönsku og fá aukinn skilning á talmáli.