EÐLI2FE03 - Ferðalag um eðlisfræði
Undanfari : Grunnskólaeinkunn B eða hærra
Námsgrein
: Eðlisfræði
Lýsing
Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Í áfanganum er unnið með hugtök sem tengjast nútímaeðlisfræði. Efnisþættir eru til dæmis, tíminn, alheimurinn, geislun og skammtafræði. Nemendur fá skilning á eðli vísinda og kynnast vísindalegum vinnubrögðum, til að mynda í gegnum sögu vísindafólks sem voru í forgrunni við þróun kenninga á þeim sviðum sem rætt er um.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu hugtökum sem tengjast tíma, stjarneðlisfræði, geislun og skammtafræði og fyrirbærum tengdum þessum efnisþáttum
- sögu vísindafólks sem þróuðu kenningar í ofangreindum efnisþáttum
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- setja fram eðlisfræðileg viðfangsefni á skýran og markvissan hátt í ræðu og riti
- greina þekkingu á umhverfinu á gagnrýninn hátt
- velta upp spurningum um raunveruleikann og þekkingu fólks á honum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- nota námsefni og gögn á markvissan hátt
- tileinka sér nýjar hugmyndir á rökrænan hátt
- tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar