EFNA2AE05 - Almenn efnafræði

Undanfari : EFNA1FH03
Námsgrein : Efnafræði

Lýsing

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2

Áfanginn er hugsaður fyrir þá nemendur á félagsvísindabraut sem hafa lokið grunnáfanganum EFNA1FH03 og vilja læra meira í efnafræði eða hugsa sér að fara í nám þar sem nauðsynlegt er að taka meiri efnafræði. Helstu efnisþættir eru: • Mólreikningar, hugtakið mól, tala Avogardos • Efnajöfnur og hlutföll • Lausnir, styrkur, fellingar • Rafeindaskipan • Efnatengi, jóna-, samgild-, málm- og skautuð tengi • Efnahvörf, sýrur og basar, oxun-afoxun • Lífræn efnafræði, grunnur að lífræna nafnakerfinu.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • grunnhugtökum í almennri efnafræði s.s. hugtakinu mól og vita hver tala Avogadrosar er
  • helstu efnahvörfum s.s. oxun-afoxun og sýru/basa hvörfum
  • hugtökum sem eru tengd sýru/basa hvörfum svo sem pH og títrun
  • nokkrum aðferðum til að efnagreina
  • lausnum, botnfalli, þynningu og mettun
  • muninum á jóna-, samgildum-, málm- og skautuðum tengjum
  • því sem einkennir lífræn efni, helstu flokkum þeirra og grunnhugtökum í nafnakerfi lífrænna efna

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • stilla efnajöfnur og ákvarða efnismagn út frá þeim og geta framkvæmt magnbundna útreikninga
  • reikna hefðbundin móldæmi, þar með talinn mólstyrk í lausnum
  • reikna hlutföll lausna, styrk og magn í fellingahvörfum
  • skera úr um hvernig efnatengi frumefni mynda og í hvaða hlutföllum þau mynda efnasambönd
  • skrifa rafeindaskipan frumefna og skilji fræðin að baki

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • auka þekkingu sína á efnafræði og tengja hana við daglegt líf og umhverfi
  • stilla upp efnajöfnum og vinna með þær í verklegum æfingum og við lausn verkefna
  • framkvæma verklegar æfingar samkvæmt vinnuseðli, s.s. títrun
  • geta skrifað rétt uppsetta skýrslu.