EFNA3RL05 - Lotubundnir eiginleikar, rafefnafræði og kjarnaefnafræði

Undanfari : EFNA3JL05
Námsgrein : Efnafræði

Lýsing

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3

Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: lotukerfið og lotubundnir eiginleikar, málmar og málmleysingjar, eiginleikar hreinna efna og lausna, rafefnafræði, kjarnaefnafræði. Uppbygging verklegrar æfingar frá grunni.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • lotukerfinu og lotubundnum eiginleikum frumefnanna
  • eiginleikum hreinna efna og lausna
  • tengslum raforku og efnafræði
  • kjarnahvörfum og hvernig þau eru ólík venjulegum efnahvörfum
  • uppbyggingu verklegrar æfingar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • rata um lotukerfið og geta sagt til um og útskýrt eiginleika efna eftir stöðu þeirra í lotukerfinu
  • geta metið hegðun efna eftir því hvernig þau eru samsett
  • nota afoxunarspennutöflur til að finna út hvort líklegt sé að efnahvarf verði
  • reikna út orku sem hægt er að fá út úr efnahvarfi út frá íspennu rafhlöðu
  • sjá út möguleg kjarnahvörf út frá upplýsingum um kjarna og setja fram líkleg kjarnahvörf
  • vinna verklega æfingu frá grunni

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • aðlaga eigin námstækni að nýju námsumhverfi
  • nýta þekkingu úr efnafræði til að taka ákvarðanir, mynda sér skoðanir og taka þátt í umræðum sem byggja á þekkingu í efnafræði
  • öðlast yfirsýn yfir efnafræðina sem grein
  • velja og búa til efnafræðitilraun frá grunni.