ENSK1SA04 - Enska grunnur

Námsgrein : Enska

Lýsing

Kjarnaáfangi á starfsbraut
Einingafjöldi: 4
1. þrep 

Í þessum áfanga er áhersla lögð á lestur bæði bókmennta- og rauntexta þannig að nemandi geti beitt mismunandi lestraraðferðum. Hlustunaræfingar miða að því að nemendur geti skilið ótextað mynd- og útvarpsefni. Aukin áhersla lögð á að byggja upp og auka við hagnýtan orðaforða og grunnstig þverfaglegs orðaforða vísinda og fræða. Talþjálfun miðar að því að nemendur læri að orða hugsanir sínar skýrt og skilmerkilega í samtölum og frásögnum. Í ritunarþætti áfangans er lögð áhersla á setningaskipan, orðaforða og skipulega framsetningu .

Þekkingarviðmið 
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: 

  • einföldum orðaforða og málnotkun, málfræði og málskilningi 
  • lestri og ritun texta sem nýtist í daglegu lífi 
  • hagnýtri notkun hinna ýmsu stafrænu hjálpartækja sem í boði eru

 

Leikniviðmið 
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: 

  • skilja einfalt talað mál og taka þátt einföldum samræðum 
  • skilja og vinna með ótextað mynd- og útvarpsefni 
  • lesa og skilja einfaldan texta og vinna verkefni tengd honum 
  • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi 

 

Hæfniviðmið 
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: 

  • nýta sér einfalda ensku, munnlega og ritaða í daglegu lífi 
  • skilja einfaldar leiðbeiningar, ritaðar og munnlegar 
  • leita að og nýta sér ýmiss konar hjálpargögn s.s. orðabækur, tölvur 


Námsmat
Leiðsagnarmat er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Virkni nemenda og mæting skiptir öllu máli.