ENSK1SB04 - Kvikmyndir og bókmenntir

Námsgrein : Enska

Lýsing

Kjarnaáfangi á starfsbraut
Einingafjöldi: 4
1. þrep

Í áfanganum kynna nemendur sér bókmenntir og kvikmyndir á ensku. Í gegnum verkefnavinnu þjálfast nemendur í að lesa texta og rýna í innihald og boðskap kvikmynda. Áhersla er á að auðga enskan orðaforða og þjálfa nemendur í að nýta sér tæknina til gagns.

Þekkingarviðmið
Nemandinn skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • fjölbreyttum orðaforða í tengslum við efni áfangans 
  • algengum orðum og orðasamböndum 
  • mikilvægi þess að geta lesið sér til gagns á ensku 
  • lestri bókmenntatexta sem eykur skilning og orðaforða
  • sérhæfður orðaforði sem tengist bókmenntum og kvikmyndum 

 

Leikniviðmið
Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi 
  • byggja upp og bæta við orðaforða sinn með mismunandi aðferðum 
  • lesa og skilja fjölbreytta texta (smásögur, greinar og lengri texta, s.s. skáldsögur) 
  • lesa og hlusta á texta sér til gagns og gamans
  • tengja samfélag og tíma 

 

Hæfnisviðmið
Nemandinn skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til þess að:

  • túlka megininnhald lesinna texta ogkvikmynda
  • beita fjölbreyttum aðferðum við að efla orðaforða sinn 
  • lesa enskar bókmenntir til gagns og gleði 
  • auka sjálfstraust og trú á eigin getu við að skilja og tjá sig á ensku 
  • nýta sér læsi í víðu samhengi 
  • Sýna frumkvæði og sjálfstæði í notkun upplýsingatækni og hjálpargagna sem nýtast í tungumálanámi


Námsmat
Leiðsagnarmat er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Virkni nemenda og mæting skiptir öllu máli