ENSK2YN03 - Yndislestur

Undanfari : ENSK2AM05
Námsgrein : Enska

Lýsing

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2

Markmið áfangans er að gefa nemendum tækifæri til að lesa fjölbreyttar skáldsögur á ensku sér til ánægju og yndisauka. Bókalistinn samanstendur til dæmis af vísindaskáldsögum, samtímabókmenntum, klassík, spennusögum og ævintýrabókum. Nemendur velja sér fjórar bækur af bókalista sem kennari leggur til og segja kennara síðan frá hverri bók að loknum lestri. Kröfur áfangans samsvara hæfnisþrepi B1 í Evrópska tungumálarammanum (CEFRL).

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægi lestrar
  • mismunandi stíltegundum bókmenntaverka
  • þeirri ánægju sem felst í lestri bóka

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina aðalatriði texta
  • veita uppbyggilega gagnrýni um lesin bókmenntaverk
  • stuðla að málefnalegri umræðu um ákveðin stef eða þemu í lesnum bókmenntaverkum á ensku
  • tjá og rökstyðja persónulegar skoðanir sínar á ensku

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • auka ánægju sína við lestur enskra bókmenntaverka
  • lýsa flóknum atburðum með skýrum hætti á ensku