ENSK3YN03 - Yndislestur á ensku fyrir lengra komna
Undanfari : ENSK2UK05
Námsgrein
: Enska
Lýsing
Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Í þessum áfanga gefst nemendum kostur á að lesa og ræða fjölbreytt bókmenntaverk sem skrifuð hafa verið á ensku. Nemendur velja fjórar bækur af lista í samráði við kennara og gera grein fyrir þeim munnlega í einkaviðtölum. Kröfur áfangans samsvara hæfnisþrepi B2 í Evrópska tungumálarammanum (CEFRL).
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- enskum orðaforða sem tengist bókmenntaumfjöllun
- mismunandi stíltegundum bókmenntaverka
- stílbrögðum höfunda
- persónusköpun, uppbyggingu og framvindu
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa enskar bækur til skilnings og ánægju
- nota orðaforða bókmennta til að fjalla um skáldsögur á ensku
- segja frá á skipulagðan og skýran hátt
- fjalla um, bera saman og greina skáldsögur og persónur
- greina þemu og stílbrögð
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- dýpka lesskilning sinn á ensku
- geta lesið á milli á milli lína og túlkað texta
- mynda sér skoðanir út frá lestri og geta rökstutt þær
- auka skilning sinn á mannlegri hegðun og samfélögum