HEIL1HL01 - Heilsulæsi 2

Undanfari : HEIL1HG01
Námsgrein : Heilsa, lífstíll

Lýsing

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1

Áfanginn byggist upp á frekari þjálfun í alhliða líkams- og heilsurækt. Farið er yfir mismunandi þjálfunaráhrif og mikilvægi allra þátta fyrir bættri heilsu og heilbrigði. Verkefnavinna byggist á hvatningu til að efla andlega, líkamlega- og félagslega vellíðan til framtíðar. Námið er í formi staðkennslu og vendikennslu.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • uppbyggingu og eðli snerpu- og hraðaþjálfunar, samhæfingu og tækni
  • fjölbreytni allra þátta til eflingar líkama og heilsu
  • forsendum og áhrifum þjálfunar fyrrnefndra þátta á líkama og heilsu
  • neikvæðum áhrifum ávana- og vímuefna á líkamann

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • taka þátt í almennri og sérhæfðri þjálfun
  • tileinka sér fjölbreytta þjálfun allra þátta
  • geta útskýrt eðli og hugtök sem tengjast snerpu- og hraðaþjálfun, samhæfingu og tækni
  • taka þátt í æfingum, leikjum og hreyfingu sem stuðla að bættri líkamsbeitingu og jákvæðari upplifun og viðhorfi til líkams- og heilsuræktar

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skipuleggja og leysa af hendi verkefni sem snúa að eigin heilsueflingu
  • leysa af hendi æfingar og leiki sem viðhalda og bæta líkamlega-, andlega og félagslega þætti
  • mæla og meta eigið líkamsþrek
  • taka þátt í umræðum um ávana- og fíkniefni