Lýsing
Einingafjöldi: 1
Þrep: 2
Í áfanganum er lögð áhersla á undirstöðuþjálfun fyrir heildræna líkams- og heilsurækt. Farið er yfir líffræðilegar forsendur þjálfunar og fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferð algengra meiðsla sem tengjast hreyfingu og mikilvægi svefns og slökunar. Verkefnavinna byggist á að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin heilsu og líkama. Námið fer fram í staðkennslu, vendikennslu og verkefnum utan skóla.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi undirstöðuþjálfunar fyrir líkama og heilsu
- fjölbreyttum þjálfunaraðferðum undirstöðuþjálfunar
- aðferðum til að mæla og meta þjálfunarástand
- helstu reglum og öryggisatriðum varðandi líkamlegt álag
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skipuleggja undirstöðuþjálfun fyrir frekari líkams- og heilsurækt
- geta útskýrt þjálfunaráhrif á líffærakerfi líkamans
- þjálfa líkamsþrek á markvissan og fjölbreyttan hátt
- taka þátt í hreyfingu sem eykur líkur á jákvæðu viðhorfi til líkams- og heilsuræktar
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- leysa af hendi verkefni sem snúa að undirbúningi að eigin þjálfun
- leysa af hendi verkefni sem eru uppbyggjandi og hvetjandi fyrir almenna líkams- og heilsurækt
- geta útskýrt uppbyggingu og starfsemi líkamans
- takast á við áskoranir daglegs lífs á heilbrigðan hátt
- fyrirbyggja meiðsli og álagssjúkdóma