HEIL2LÆ01 - Heilsulæsi 4

Undanfari : HEIL2HH01
Námsgrein : Heilsa, lífstíll

Lýsing

Einingafjöldi: 1
Þrep: 2

Í áfanganum er lögð áhersla á: Mikilvægi næringar, heildræna heilsu, líkamsrækt, orkuþörf líkamans og íþróttasálfræði. Námið fer fram í staðkennslu, vendikennslu og verkefnum utan skólans þar sem lögð er áhersla á að nemendum vinni með fræðilegt efni áfangans á raunhæfan hátt.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægi næringar fyrir heilsu, heilbrigði og vellíðan
  • helstu flokkum næringaefna og viðeigandi orkuneyslu
  • útskýrt mikilvægi svefns, hvíldar og endurheimtar í samhengi við heilsu og árangur
  • geta útskýrt hvað felst í íþróttasálfræði og meginviðfangsefnum hennar
  • geta útskýrt hvað líkamsmat/próf eru og tilgang þeirra
  • fjölbreyttum leiðum til að nýta likams- og heilsurækt í daglegu lífi
  • möguleikum í umhverfi og náttúru til líkams- og heilsuræktar
  • neikæðum áhrifum áfengis-, tóbaks- og lyfjaneyslu á líkama og heilsu

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • tileinka sér hollt og fjölbreytt matarræði
  • lesa og skilja upplýsingar um næringu og næringarfræði
  • áætla eigin orkuþörf
  • stunda líkams- og heilsurækt á heilbrigðan hátt
  • nota íþróttasálfræði til að efla eigin áhugahvöt
  • nota fjölbreyttar aðferðir til að mæla líkamsástand (þol, styrk, liðleika og púls)

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • leysa af hendi verkefni sem snúa að skipulagi á næringarinntöku
  • mæla og meta eigin styrkleika í líkams- og heilsurækt
  • taka þátt í umræðu sem snýr að næringu, matarræði, andlegri vellíðan og mælingum á líkamsþreki
  • takast á við áskoranir daglegs lífs varðandi matarræði og lifnaðarhætti