ÍSLE1SA04 (íslenska) - Málfræði, lestur og lesskilningur

Einingafjöldi: 4
1. þrep

Í áfanganum verður lögð áhersla á að efla málfræðigrunn nemenda ásamt almennum lestri og lesskilningi. Unnið verður að því að nemendur auki orðaforða sinn og málskilning og treysti kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar. Lesnir verða fjölbreyttir textar, bókmenntatextar á auðlesnu máli, efni sem birtist í dagblöðum og á netinu. Nemendur fá einnig þjálfun í hlustun og ritun. Lögð verður áhersla á að nemendur noti viðeigandi hjálpargögn og lestrarleið við hæfi hvers og eins.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu grunnatriðum málfræðinnar
  • mikilvægi lestrar og bókmennta
  • mikilvægi hlustunar
  • ritun mismunandi texta

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í :

  • meðferð máls með auknum orðaforða og málskilningi
  • að lesa mismunandi texta sér til gagns
  • hlustun og úrvinnslu hennar
  • ritun mismunandi texta


Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • greina einföld málfræðiatriði
  • lesa/hlusta á bókmenntaverk og ýmsa aðra texta s.s. fréttir og annan texta og á neti
  • hlusta á upplestur ná inntakinu og svara spurningum úr efninu

 

Námsmat 

Leiðsagnarmat er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt  verkefni eru metin yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram.
Virkni nemenda og mæting skiptir öllu máli.