STÆR1SB04 (stærðfræði) - Stæður og jöfnur

4. einingar
1. þrep 

Viðfangsefni áfangans eru forgangsröðun aðgerða (stæður) og bókstafareikningur (jöfnur). Áhersla er lögð á að þjálfa upp öguð og vönduð vinnubrögð með það fyrir augum að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart stærðfræði og efla rökhugsun.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • aðgerðum á heilum tölum
  • forgangsröðun aðgerða
  • notkun sviga
  • helstu grunnhugtökum í bókstafareikningi

 

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • reikna út fyrir sviga
  • reikna óþekktar stærðir
  • liða einfalda þáttastærðir
  • þátta einfaldar liðastærðir

 

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nálgast lesefni á sjálfstæðan hátt
  • geta reiknað eftir fyrirmælum
  • láta skýringar fylgja með útreikningum
  • vanda alla framsetningu og nota stærðfræðitákn á viðeigandi hátt


Námsmat
Leiðsagnarmat er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Virkni nemenda og mæting skiptir öllu máli.