LÍFS1TÓ04 - Tómstundir fyrr og nú

Námsgrein : Lífsleikni

Lýsing

Kjarnaáfangi á starfsbraut
Einingafjöldi: 4
1. þep

Í áfanganum skoðum við tómstundir fyrr á tíðum til dagsins í dag með það fyrir sjónir nemendur átti sig á þeim fjölbreytileika sem umliggur þau.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • fjölbreyttum tómstundum
  • að tómstundir geta verið ánægjulegar og hægt er að velja tómstundir við hæfi
  • að tómstundir geta líka haft menntunarlegt gildi

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • velja sér tómstundir við hæfi
  • verða betur meðvitaður um sjálfan sig, áhugasvið sitt og styrkleika
  • skoða markmið sín og lífsstíl

 

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum
  • prófi að taka þátt í uppbyggjandi og fjölbreyttum tómstundum
  • leggja stund á uppbyggjandi tómstundir


Námsmat
Leiðsagnarmat er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Virkni nemenda og mæting skiptir öllu máli.