SAMF1SB04 - Frelsi og vegferð

Námsgrein : Samfélagsfræði

Lýsing

Valáfangi á starfsbraut
Einingafjöldi: 4
1. þrep

Í áfanganum verður farið yfir sögu heimsins frá 1945 og fram til nútímans. Lögð verður áhersla á að tengja efnið við daglegt líf og samfélagið í dag. Farið verður yfir efni sem tengist kaldastríðsárunum, sjálfstæði nýlenda, stofnun Sameinuðu þjóðanna, átökum í Vestur og Mið-Asíu og breytingar í loftslagsmálum. Unnið verður með upplýsingatækni og margmiðlunarefni við heimildaröflun og verkefnavinnu. 

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: 

  • þeim atburðum sem fjallað er um og þýðingu þeirra fyrir mannkynssöguna  
  • sögulegri þróun tímabilsins og þeim viðburðum sem fjallað er um  
  • hvernig þróunin mótar samfélag nútímans 
  • hugtökum tengdum efninu  

 

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:  

  • lesa, hlusta á hljóðbækur eða nota talgervla
  • afla sér heimilda um viðfangsefni sem verið er að fjalla um
  • nota leitarvefi í upplýsingaleit
  • þjálfa hugann með því að útskýra viðburði og hugtök 

 

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tengja þekkingu sína á viðfangsefninu við samfélag nútímans  
  • tengja þekkingu sína á viðfangsefninu við leik og störf í daglegu lífi.  
  • átta sig á tengslum sögunnar við mótum samfélagsins  
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum  
  • leita frekari þekkingar á viðfangsefninu  
  • koma þekkingu á framfæri með fjölbreyttum hætti  
  • meta heimildirnar á gagnrýninn hátt   

 

Námsmat  
Leiðsagnarmat er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Virkni nemenda og mæting skiptir öllu máli.