STÆR1SC04 (stærðfræði) - Almenn brot og tugabrot

Einingar: 4
1. þrep

Viðfangsefni áfangans eru almenn brot og tugabrot. Áhersla er lögð á að þjálfa upp öguð og vönduð vinnubrögð með það fyrir augum að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart stærðfræði og efla rökhugsun.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • almennum brotum
  • tugabrotum


Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lengja og stytta almenn brot
  • leggja saman, draga frá, margfalda og deila almenn brot
  • beita almennum brotum og tugabrotum við útreikninga


Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta reiknað eftir fyrirmælum
  • láta skýringar fylgja með útreikningum
  • vanda alla framsetningu og nota stærðfræðitákn á viðeigandi hátt


Námsmat
Leiðsagnarmat er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Virkni nemenda og mæting skiptir öllu máli.