- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Nemendur á 2. ári taka þátt í peysufatadegi Kvennaskólans í Reykjavík.
Peysufatadagurinn – sagan í stuttu máli
Þegar Kvennaskólinn var stofnaður árið 1874 var venjan að nemendur væru í íslenskum búningi í skólanum. Með tímanum breyttist það eins og annað og þegar kom fram um 1920 gengu aðeins sumar stúlknanna í slíkum búningi í skólanum. Vorið 1921 ákváðu nemendur skólans að koma á peysufötum til skólans til hátíðabrigða og gera sér dagamun á eftir. Síðan þá hefur peysufatadagurinn jafnan verið endurtekinn einu sinni á skólaári með vaxandi viðhöfn. Þessi hefð er því orðin rúmlega hundrað ára gömul og þykir ómissandi liður í skólastarfinu.