- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Við höfum nú fengið Grænfánann afhentan í þriðja sinn, til hamingju Kvennó!
Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem er veitt þeim skólum sem standa sig vel í umhverfismálum og vinna að sjálfbærni. Nemendur hafa verið sérstaklega öflugir við vinnu að umhverfismálum í skólanum og fengum við sérstakt hrós frá fulltrúa Grænfánaverkefnisins varðandi nemendur okkar. Viljum við því hrósa Umhverfisráði skólans fyrir þeirra framlag. Á síðasta ári var unnið með tvö þemu, annars vegar neyslu og úrgang, og hins vegar loftslagsbreytingar og samgöngur. Dæmi um verkefni eru fataskiptamarkaður, myndrænar merkingar á flokkunarstöðvum, fræðsluefnisgerð og gríðargóð þátttaka í loftlagsmótmælum. Umhverfisfræðsla á sér líka stað innan námsgreina skólans. Allir nemendur félags- og hugvísindabrauta fá kennslu í umhverfisfræðum og nemendur á náttúruvísindabraut fá kennslu í umhverfisfræðum í gegnum önnur raungreinafög.
Á myndinni eru Hjalti Jón Sveinsson skólameistari, Agnes Ísabella Gunnarsdóttir formaður umhverfisráðs, Halldóra Jóhannesdóttir umhverfisfræðikennari og Katrín Magnúsdóttir verkefnastjóri Skóla á grænni grein.