- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Upphafsmaður Uppeldi til ábyrgðar- Uppbygging sjálfsaga (Restitution) er Diane Gossen og kemur stefnan frá Kanada. Diane Gossen hefur unnið með kennurum víða um heim, við að þróa hagnýtar leiðir fyrir skóla sem miða að því að ná þessu marki. Hinir fullorðnu byrja á sjálfum sér með það að markmiði að skapa skólabrag sem einkennist af samheldni og umhyggju. Fyrsta formlega námskeiðið hérlendis með Diane var haldið í Foldaskóla í Grafarvogi haustið 2000.
Stefnan felur í sér að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga, auk þess að þjálfa þau í að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum. Börnunum/unglingunum eru kenndar aðferðir við sjálfstjórn og sjálfsaga sem og hvernig maður lærir af mistökum sínum. Hugmyndafræði Uppeldi til ábyrgðar byggir á því að einstaklingurinn geti tekið sjálfstæðar, siðferðilegar ákvarðarnir varðandi eigin hegðun út frá þeim lífsgildum sem hann hefur. Þegar hann er laus undan skömm, hótunum, sektarkennd eða loforðum um umbun. Þá styðja vinnuaðferðirnar starfsfólk í skólum til að mynda sér skýra stefnu í samskiptum og meðferð á agamálum. Hugmyndafræðin hefur því áhrif á marga þætti skólastarfsins svo sem kennsluhætti, stjórnunarhætti, áherslur í lífsleiknikennslu og ekki síst á meðferð agamála.