150 ára afmæli Kvennaskólans

 

Kvennaskólinn í Reykjavík fagnar 150 ára afmæli þann 1. október nk. Af því tilefni verður opið hús í skólanum og margt um að vera. Mennta- og barnamálaráðherra heimsækir skólann og tekur þátt í dagskrá í portinu þar sem nemendur ætla að safnast saman, syngja afmælissönginn og gæða sér á kökum í boði foreldraráðs. Í tilefni dagsins verður einnig opnuð sýning á merkum munum tengdum sögu skólans. Meðal annars verða til sýnis náms- og kennslugögn frá fyrstu starfsárum skólans og persónulegir munir úr búi Ingibjargar H. Bjarnason fyrrum skólastýru Kvennaskólans sem jafnframt var fyrsta konan til að taka sæti á Alþingi. Hollvinasamtök skólans stóðu fyrir söfnun meðal útskriftarárganga og ætla að afhenda skólanum tvo glæsilega þrívíddarprentara á afmælisdaginn.
Dagskrá:
kl. 12:00 - Portið fyrir aftan Fríkirkjuveg 1 (gamli Miðbæjarskólinn)
    • Setningarávarp skólameistara
    • Ávörp: Mennta- og barnamálaráðherra, fulltrúi skólanefndar og forseti Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans
    • Atriði frá nemendum skólans
    • Kökur í boði foreldraráðs skólans
kl. 12:30 - Fríkirkjuvegur 9 (2. hæð): Sýningaropnun á munum tengdum sögu Kvennaskólans.

kl. 12:30 – 15:00 Opið hús í öllum þremur byggingum skólans: Fríkirkjuvegi 1 og 9 og Þingholtsstræti 37.

 

Verið öll hjartanlega velkomin