- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Skólinn byrjar mánudaginn 24. ágúst. Kennslan í byrjun annar tekur mið af sóttvarnarreglum sem eru í gildi og því verðum við með blöndu af stað – og fjarnámi fyrstu vikurnar.
2. og 3. bekkur byrjar í fjarnámi.
Ef aðstæður breytast ekki þá verður skipulagið svona næstu vikurnar:
Vikan 24. – 28. ágúst: 1. bekkur í staðnámi, 2. og 3. bekkur í fjarnámi
Vikan 31. ágúst – 4. september: 2. bekkur í staðnámi, 1. og 3. bekkur í fjarnámi
Vikan 7. – 11. september: 3. bekkur í staðnámi, 1. og 2. bekkur í fjarnámi
Flestir valáfangar verða í fjarnámi því þar koma saman nemendur úr mismunandi bekkjum og/eða árgöngum. Þið verðið að fylgjast mjög vel með tilkynningum frá kennurum í ykkar valáföngum í Innu því þið gætuð þurft að mæta í verklega tíma í valáföngum.
Íþróttir verða í fjarkennslu.
Þetta er ekki óskabyrjun á skólaárinu en við erum viss um að við getum þetta saman. Lykilatriðið er að fylgjast MJÖG vel með öllum skilboðum sem þið fáið frá kennurum í Innu.
Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að senda póst eða hringja í skólann.
Þið fáið tölvupóst með fyrirkomulagi staðnámsins, hvaða stofu þið eigið að mæta í og hvaða inngang þið eigið að nota í næstu viku.
Við leggjum mikla áherslu á sóttvarnir í húsunum og við verðum við öll að sinna einstaklingsbundnum sóttvörnum. Ekki mæta í skólann ef þið eruð í einangrun, sóttkví eða eruð með einkenni sem gætu bent til COVID19. Við þurfum að fara sérstaklega varlega og fylgja öllum fyrirmælum.