- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Tímamót urðu nú í vor þegar þrír starfsmenn Kvennaskólans létu af störfum. Þetta eru þau Björn Einar Árnason stærðfræðikennari, Krzysztof Poranski starfsmaður í ræstingum og Þórey Friðbjörnsdóttir enskukennari.
Kolfinna Jóhannesdóttir færði þeim gjöf frá skólanum og þakkaði þeim góð kynni og frábært samstarf. Hún þakkaði Krzysztof sérstaklega fyrir að hugsa svona vel um fallegu húsin okkar og alla þá alúð sem hann hefur sýnt í því sambandi. Þá þakkaði hún Birni og Þóreyju kærlega fyrir framlag þeirra til menntunar sem hefði haft mikið gildi fyrir skólastarfið í Kvennaskólanum á undanförnum árum. Þar má til dæmis nefna rækt við kennslu, faglega leiðtogahæfni og umhyggju fyrir framförum nemenda.
Tímamót marka gjarnan nýtt upphaf og vill starfsfólk skólans nota tækifærið og óska þeim velfarnaðar í öllu því sem framtíðin ber í skauti sér.