Áfram Kvennó, áfram umhverfisvernd!

Heil og sæl kæru Kvennskælingar!

Þrátt fyrir breyttar aðstæður er umhverfisráðið í fullu fjöri þetta skólaárið.

Við í umhverfisráði erum með tvö þemu í ár. Annað þeirra er neysla og úrgangur og hitt er lífsbreytileiki. Markmið okkar er líka að vera dugleg og sýnileg á samfélagsmiðlum og upplýsa fólk um hvernig hægt að bæta sig í umhverfismálum.

Verið því á tánum og fylgist vel með, því við munum gera margt skemmtilegt þetta skólaárið eins og til dæmis fataswap í umhverfisvikunni á vorönn ef Covidið kæra leyfir.

Að lokum, munum öll eftir F-unum: Flokkum og fræðum 

Áfram Kvennó, áfram umhverfisvernd!

Kveðja
Umhverfisráð skólans