- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Nemendafélag skólans heldur ball á morgun, fimmtudaginn 14. okt. Ballið verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal (Brekknaás 5, 110 Reykjavík). Ballið hefst klukkan kl. 22.00 og stendur til 01.00 eftir miðnætti. Húsinu verður lokað kl. 23:00.
Við hvetjum forráðamenn, sem tök hafa á, að sækja barnið sitt að dansleik loknum eða að ganga úr skugga um að það fái far með öðrum eða trygga samfylgd heim.
Athugið að frí verður gefið í fyrstu kennslustund á föstudagsmorguninn.
Allir sem eiga skilríki með mynd af sér eru beðnir um að mæta með slíkt til að fá armband og til að komast inn á ballið (t.d. strætókort með mynd eða ökuskírteini). Nemendur sem ekki eiga slík skilríki geta sýnt eftirlitsaðilum Innu-aðganginn sinn til að komast inn á ballið.
Ef eitthvað ber út af á ballinu er hringt í foreldra/forráðamenn og þeir beðnir um að sækja barnið sitt. Eftirlit annast fyrirtækið GO-Öryggi. Einnig verða félagsmálafulltrúi og forvarnafulltrúi skólans á staðnum auk tveggja annarra kennara.
Neikvæð niðurstaða úr hraðprófi frá 13. eða 14. október er skilyrði fyrir því að fá aðgöngumiða (armband) á ballið. Athugið að mikil ásókn er í hraðpróf og því gott að panta próf tímanlega hjá aðilum sem bjóða upp á slíkt.
Hægt er að sækja armbönd í Uppsölum á eftirfarandi tímum:
Við hvetjum alla nemendur til að taka þátt í edrúpottinum. Glæsilegir vinningar eru í boði.