- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Um 170 stúdentar munu brautskrást frá Kvennaskólanum að þessu sinni. Síðasta önnin þeirra hefur verið óvenjuleg svo að ekki sé meira sagt. Nemendur hafa ekki komið í skólann síðan 13. mars og síðan þá hefur allt nám farið fram með fjarkennslusniði. Vegna samkomubannsins hefur heldur engin dimmission verið haldin og útskriftarferðinni hefur verið frestað um ár. Engu að síður mun vorönninni ljúka í lok maí og munu allir nemendur fá einkunnir sínar á tilskildum tíma og stúdentar skírteinin sín.
Ákveðið hefur verið að halda sjálfa brautskráningarathöfn skólans í Háskólabíói þann 14. ágúst og mun hún hefjast kl. 16.00. Með þvi móti verður tryggt að nemendur geti kvatt kennara sína og skólann um leið og þeir eiga saman stund sem vonandi verður öllum eftirminnileg.