Nemendur í kynjafræði mættu á Málþing kynjafræðinema í framhaldsskólum sem haldið var á Háskólatorgi Háskóla Íslands fimmtudaginn 31. október. Dagskráin fól í sér stutta kynningu á námsbraut í kynjafræði við Háskóla Íslands og svo þrú erindi sem vor sérstaklega valin með áhugasvið framhaldsskólanema í huga. Fyrirlesararnir voru eftirfarandi:
-
Margrét Stella Kaldalóns Sigurðardóttir - „Þú vilt ekki vera gellan sem er geðveikt full á djamminu“
-
Eygló Árnadóttir - MeToo-bylgja framhaldsskólanema
-
Bjarni Snæbjörnsson - Af hverju skiptir hinseginleikinn máli fyrir okkur öll
Þetta voru mjög áhugaverð erindi og gaman að segja frá því að Margrét Stella er einmitt kennaranemi hjá okkur í Kvennaskólanum í vetur. Málþingið var afar vel sótt og salurinn troðfullur af áhugasömum nemendum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.