Einkunnir, námsmatssýning og endurtökupróf

Sjúkraprófin miðvikudaginn 17. desember kl. 9:00 verða í N-stofum. Raðað verður í stofur þegar nemendur mæta. 

Lokaeinkunnir áfanga verða birtar í Innu fyrir námsmatssýninguna 19. desember. Námsmats-/prófsýning verður í N og M milli kl. 9:00 og 10:00. Hér má sjá hvar námsmatssýningin verður: https://www.kvenno.is/static/files/profsyning-19.-desember-2025.pdf og hvar umsjónarkennarar verða til viðtals að henni lokinni (kl. 10:00 - 10:30): https://www.kvenno.is/static/files/vidtalstimar-19.-desember-2025.pdf

Nemendur sem þurfa að taka endurtökupróf þurfa að skrá sig í þau föstudaginn 19. desember með því að fylla út í viðeigandi form sem sett verður á heimasíðu skólann (sjá hér).

Próftöflu endurtökuprófa verður einnig þar að finna á föstudaginn en endurtökuprófin verða kl. 13:00 föstudaginn 2. janúar og kl. 8:30 mánudaginn 5. janúar. Prófstofur verða settar á heimasíðu skólans milli jóla og nýárs. Hér má sjá reglur sem gilda um endurtökupróf: https://www.kvenno.is/is/nam-kennsla/namsmat-og-namsframvinda/reglur-um-endurtokuprof.

Við minnum einnig á þjónustu náms- og starfsráðgjafa: https://www.kvenno.is/is/foreldrar/nemendathjonusta/nams-og-starfsradgjof sem verða á staðnum á meðan á prófsýningunni stendur til að svara fyrirspurnum frá nemendum. 

Ef einhverjir nemendur hyggjast ekki þiggja áframhaldandi skólavist er mikilvægt að láta Ásdísi aðstoðarskólameistara eða Björk áfangastjóra vita sem allra fyrst. 

Kennsla hefst kl. 10:40 mánudaginn 5. janúar. 

Við þökkum kærlega samfylgdina á önninni og óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla. Hafið það sem allra best í jólafríinu og hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.