Einkunnir og prófsýning

 

Lokaeinkunnir áfanga verða birtar í Innu fyrir kl. 8:00 þriðjudaginn 23. maí. Sama dag verður prófsýning í A og M milli kl. 9:00 og 10:00.

Hér sjáið þið í hvaða stofum námsgreinarnar verða: https://www.kvenno.is/static/files/profsyning-mai-2023.pdf 

Umsjónarkennarar verða með viðtalstíma strax eftir prófsýningu, sjá hér: https://www.kvenno.is/static/files/vidtalstimi-umsjonarkennara-mai-2023.pdf

Hér má sjá reglur skólans um námsmat og einkunnagjöf: https://www.kvenno.is/is/nam-kennsla/namsmat-og-namsframvinda/namsmat

Nemendur sem þurfa að fara í endurtökupróf verða að skrá sig í þau þriðjudaginn 23. maí með því að fylla út viðeigandi form sem verður sett á heimasíðu skólans á prófsýningardag. Endurtökuprófin verða 30., 31. maí og 1. júní.

Hér má sjá reglur skólans um endurtökupróf: https://www.kvenno.is/is/nam-kennsla/namsmat-og-namsframvinda/reglur-um-endurtokuprof.
Gjaldskrá skólans, sjá hér: https://www.kvenno.is/is/foreldrar/almenn-thjonusta/gjaldskra.

Upplýsingar um náms- og starfsráðgjafa skólans: https://www.kvenno.is/is/foreldrar/nemendathjonusta/nams-og-starfsradgjof  Ína og Hildigunnur verða á staðnum á prófsýningardag.

Varðandi útskrift
Mikilvægt að útskriftarnemar mæti í Háskólabíó kl. 11:00 á morgun, þriðjudaginn 23. maí.
Ef einhver útskriftarnemi ætlar ekki að mæta í athöfnina á laugardaginn er mikilvægt að láta skólann vita strax.

Skápar og óskilamunir
Mikilvægt að nemendur tæmi skápana sína á prófsýningu (í M á að skilja skápinn eftir opinn en varðandi skápa í A þá þarf að skila lykli á skrifstofuna í A.  Á prófsýningu verður hægt að nálgast óskilamuni í stofu M16 (fatnaður o.fl) og á skrifstofunni í A og M (smáhlutir).