- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Lokaeinkunnir áfanga verða birtar í Innu miðvikudaginn 20. desember. Sama dag verður prófsýning í A/N og M á milli kl. 9:00 og 10:00.
Hér má sjá hvar prófsýningin verður og eins hvetjum við nemendur til að skoða yfirlit yfir hvar umsjónarkennarar verða til viðtals að lokinni prófsýningu (kl. 10:00-10:30).
Nemendur sem þurfa að taka endurtökupróf þurfa að skrá sig í þau sama dag, þ.e. miðvikudaginn 20. desember, með því að fylla út viðeigandi form sem verður á heimasíðu skólans.
Próftöflu endurtökuprófa verður einnig að finna á heimasíðunni á miðvikudaginn. Endurtökuprófin verða 4. og 5. janúar. Hér má sjá þær reglur sem gilda um endurtökupróf: https://www.kvenno.is/is/nam-kennsla/namsmat-og-namsframvinda/reglur-um-endurtokuprof
Við minnum einnig á þjónustu náms- og starfsráðgjafa
Ef einhverjir nemendur hyggjast ekki þiggja áframhaldandi skólavist þá þarf að hafa samband við aðstoðarskólameistara eða námstjóra sem allra fyrst.
Kennsla hefst kl. 10:40 föstudaginn 5. janúar.
Við þökkum kærlega fyrir samfylgdina á önninni og óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla.