Einkunnir, prófsýning og endurtökupróf

 

Lokaeinkunnir áfanga verða birtar í Innu fimmtudaginn 19. desember. Sama dag verður námsmats-/prófsýning á milli kl. 9:00 og 10:00.

Hér má sjá hvar námsmatssýningin verður: https://www.kvenno.is/static/files/namsmatssynin-19.-desember-2024.pdf og hvar umsjónarkennarar verða til viðtals að henni lokinni (kl. 10:00-10:30): https://www.kvenno.is/static/files/vidtalstimi-umsjonarkennara-desember-2024.pdf.

Nemendur sem þurfa að taka endurtökupróf þurfa að skrá sig í þau fimmtudaginn 19. desember með því að fylla út viðeigandi form sem verður á heimasíðu skólans.

Próftöflu endurtökuprófa verður einnig þar að finna á fimmtudaginn, en endurtökuprófin verða kl. 8:30 3. og 6. janúar í M.
Hér má sjá þær reglur sem gilda um endurtökupróf: https://www.kvenno.is/is/nam-kennsla/namsmat-og-namsframvinda/reglur-um-endurtokuprof

Við minnum einnig á þjónustu náms- og starfsráðgjafa: https://www.kvenno.is/is/foreldrar/nemendathjonusta/nams-og-starfsradgjof

Ef einhverjir nemendur hyggjast ekki þiggja áframhaldandi skólavist er mikilvægt  að láta skólastjórnendur vita sem allra fyrst. 

Kennsla hefst kl. 10:40 mánudaginn 6. janúar.

Við þökkum kærlega samfylgdina á önninni og óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla.
Hafið það sem allra best í jólafríinu og hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári!