Kæru nemendur
Við gleðjumst með ykkur og fögnum því að haustönn 2020 er senn á enda.
Nokkur mikilvæg atriði áður en fríið tekur við:
- Einkunnir verða birtar á Innu föstudaginn 18. desember. Prófúrlausnir, verkefni og sundurliðun námsmats er í Innu en ef það vakna einhverjar spurningar varðandi námsmat, skal senda viðkomandi kennara tölvupóst samdægurs. Netföng starfsfólks má finna hér.
- Skráning í endurtökupróf verður 18. desember. Hún verður rafræn í gegnum vefsíðu skólans. Endurtökupróf verða haldin 4. og 5. janúar. Nemendur eru hvattir til að kynna sér reglur sem gilda um endurtökupróf.
- Útskrift verður laugardaginn 19. desember. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða engir gestir í salnum en athöfninni verður streymt. Útskriftarnemendur fá tölvupóst með upplýsingum um vefslóðina fyrir streymið sem þeir geta deilt áfram til nánustu aðstandenda. Mæting er í Uppsali kl. 10.45 en athöfnin hefst stundvíslega kl. 11.
- Endurtökupróf verða haldin 4. og 5. janúar. Nemendum er bent á að vera í tölvupóstsambandi við viðkomandi kennara varðandi prófaundirbúning, s.s. lesefni til prófs og fyrirkomulag prófs. Prófin verða haldin í húsnæði skólans.
- Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 6. janúar. Við biðjum ykkur að fylgjast vel með fréttum um hvernig skólahaldi verður háttað. Það skýrist vonandi fljótlega eftir áramót.