Ellý er sigurvegari Rymju

Ellý Hákonardóttir, sigurvegari Rymju 2025.
Ellý Hákonardóttir, sigurvegari Rymju 2025.

 

Söngkeppnin Rymja var haldin í Gamla bíó síðastliðinn miðvikudag. Miðborgin skartaði sínum fegursta vetrarbúningi þegar gestirnir mættu og mikil eftirvænting ríkti í salnum. Það voru átta atriði í keppninni og loks bauð nemendafélagið Keðjan upp á tvö skemmtiatriði til viðbótar. Keppnin var glæsileg að vanda og mikil gleði ríkti í þessum fallega sal í miðborginni. 

Sigurvegari kvöldsins var Ellý Hákonardóttir sem flutti frumsamið lag og spilaði á gítar. Hún verður því fulltrúi Kvennaskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður laugardaginn 12. apríl. Þess má geta að Ellý er einnig í spurningaliði Gettu betur í ár.  Hera Sjöfn Atladóttir var í öðru sæti í keppninni og Lea Björk Bjarkadóttir varð í þriðja sæti. Miki stemmning var í salnum og öll umgjörð til fyrirmyndar. 

Dómnefndina skipuðu þau Jóhannes Patreksson (Jói Pé), Þórunn Antonía og Logi Pedro. Þau sögðust hafa verið í miklum vandræðum með að velja sigurvegara því það hefðu verið svo mörg flott atriði og hæfileikaríkt fólk.