- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Kæru nemendur,
Eigið þið það til að vera kvíðin fyrir próf, þannig að það hefur áhrif á undirbúninginn og sjálfa próftökuna? Viljið þið læra að skipuleggja próflesturinn betur og ná betri árangri í prófum?
Kíkið þá á prófkvíðanámskeið og lærið að hafa stjórn á kvíðanum, breyta hugsunarhættinum og skipuleggja ykkur í prófaundirbúningnum.
Prófkvíðanámskeið byrja þriðjudaginn 9. nóvember í stofu M16 og er hvert námskeið 3 x 30 mín.
Hægt er að velja um tvær tímasetningar:
Námskeið 1: kl. 11:45 – 12:15 (mæta 9. nóv., 16. nóv. og 23. nóv)
Námskeið 2: kl. 12:25 – 12:55 (mæta 9. nóv., 16. nóv. og 23. nóv)
Skráning fer fram í Innu með því að bóka viðtalstíma hjá Hildigunni Gunnarsdóttur náms- og starfsráðgjafa þann 9. nóvember eða með því að senda tölvpóst á hildigunnurg@kvenno.is.