Fjarkennsla vegna veðurs

 

Kæru nemendur
Það verður fjarkennsla á morgun. Fylgist vel með nánari fyrirmælum kennara á Innu (undir hverjum áfanga fyrir sig).
Hafið endilega samband við okkur í tölvupósti á morgun ef þið lendið í vandræðum með að komast inn í fjarkennslustundir. Við reynum að svara tölvupóstum eins fljótt og við getum. Minnum á að mikilvægt er að fylgjast með tilkynningum á Innu til að vita hvernig fyrirkomulagið verður í hverjum áfanga. Skólabyggingarnar verða lokaðar. Mælum síðan með kósífötum og heitu kakói.