Valgrein á vorönn

 

Nú hafa allir nemendur á 1. ári fengið kynningu á því hvernig þeir velja sér valgrein fyrir vorönn. Stjórnendur kynntu fyrirkomulagið í Nýnemafræðslu þann 3. og 4. október.

Valið er rafrænt og má finna bæði eyðublaðið og kynningu á valáföngum undir stikunni “Aðstoð” í Innu. Nemendur eiga að velja einn áfanga í  "aðalval" og tvo áfanga til vara. Það er mikilvægt að allir skili inn valblaði, líka nemendur sem ætla ekki að taka val og/eða nemendur sem ætla að láta meta einingar úr öðru námi.
Valblaðinu á að skila í síðasta lagi föstudaginn 7. október. 

Við minnum á að hægt er hafa samband við náms-og starfsráðgjafa skólans varðandi aðstoð.

Nemendur á 2. og 3. ári hafa nú þegar valið sér áfanga (gerðu það á síðustu önn) og þurfa því ekki að spá í þessi mál.