Á morgun fimmtudag: Skóli hefst 13:20

 

Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun í fyrramálið fimmtudaginn 6. febrúar frá kl. 8:00 – kl. 13:00.
Með hliðsjón af því hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður staðnám fyrri hluta dags. Við biðjum nemendur um að fylgjast með skilaboðum og upplýsingum frá kennurum á Innu um nám og verkefni sem hægt er að vinna í fjarnámi þennan tíma.
 
Kennsla í skólanum hefst því kl. 13:20 á morgun, fimmtudag.