Fjársjóður í kennaranemum

 

Kvennaskólinn er í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands um vettvangsnám kennaranema. Á hverju ári fáum við til okkar hóp kennaranema sem tekur þátt í skólastarfinu allt skólaárið. Þau sækja vikulega fundi og kynnast fjölbreyttum þáttum í starfsemi skólans. Þau fylgjast með kennslustundum, mæta á kennarafundi, aðstoða við kennslu og fá æfingu í að kenna sjálfir undir handleiðslu leiðsagnarkennara sem eru starfandi kennarar við Kvennaskólann. Þetta er dýrmætt samstarf sem bæði gefur kennaranemum, starfsfólki og nemendum fjölbreytt námsumhverfi og stuðlar um leið að mikilvægri skólaþróun í landinu. Verkefnastjóri kennaranema er Sigríður María Tómasdóttir.

Þetta skólaár eru í Kvennaskólanum átta sprenglærðir kennaranemar hjá fimm leiðsagnarkennurum. Ása Guðrún Guðmundsdóttir er hjá Elvu Björt Pálsdóttur efnafræðikennara. Margrét Stella Kaldalóns Sigurðardóttir og Sigurrós Björg Sigvaldadóttir kenna félagsvísindi hjá Þórði Kristinssyni. Diljá Þorbjargardóttir og Eva María Jónsdóttir eru kennaranemar hjá Sigrúnu Steingrímsdóttur íslenskukennara. Guðlaug Þóra Kristjánsdóttir er hjá Írisi Thorlacius Hauksdóttur líffræðikennara og að lokum eru þær Emma Wanjiku Njeru og Þórunn María Bjarkadóttir kennaranemar hjá Valgerði Stellu Kristjánsdóttur félagsvísindakennara.

Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar í skólasamfélagið okkar og hlökkum til samstarfsins í vetur.