Fjölmenn skólaferð

 

Í gær fóru rúmlega 200 nýnemar skólans ásamt stjórn nemendafélagsins og nokkrum starfsmönnum í árlega nýnemaferð í Garðalund á Akranesi. Markmið ferðarinnar er að hrista saman árganginn með skemmtidagskrá. Jörgen Nilsson tómstundaleiðbeinandi sá um að stýra þrautum og stjórn nemendafélagsins sá um aðra dagskrá.

Ferðin tókst mjög vel þó veðrið hefði mátt vera skemmtilegra. Fulltrúar nemendafélagsins, skólameistari og starfsfólk skólans sáu um að grilla hádegismat fyrir hópinn. Mikil ánægja var hjá nemendum sem voru sér og skólanum til mikils sóma.