- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
19. Landskeppnin í efnafræði var haldin í framhaldsskólum landsins 19. febrúar. Alls tóku 97 keppendur þátt úr 9 framhaldsskólum. Keppnisdagurinn hitti á Tjarnardagana hér í skólanum og hafði það vissulega áhrif á þátttöku okkar nemenda. En þrír nemendur létu það ekki aftra sér og tóku þátt í keppninni. Þetta voru þau Berglind í 3NÞ, Baldur í 3NÞ og Kristín Sif í 3NA. Þau stóðu sig frábærlega og komust öll í undanúrslit keppninnar, en 13 nemendum var boðin áframhaldandi þátttaka.
Næst er keppt í bóklegri og verklegri efnafræði helgina 14.-15. mars í HÍ.
Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með árangurinn og velgengni í framhaldinu.
Áfram Kvennó !