Frábær árangur í Þýskuþraut

Frá vinstri: Arnheiður Anna, Ása Dagrún, Eva Rakel, Embla Hrönn og Thomas. Á myndina vantar Guðlaugu…
Frá vinstri: Arnheiður Anna, Ása Dagrún, Eva Rakel, Embla Hrönn og Thomas. Á myndina vantar Guðlaugu Helgu og Katarínu Björgu sem gátu því miður ekki verið viðstaddar verðlaunaafhendinguna.

 

Nemendur Kvennaskólans stóðu sig með glæsibrag í hinni árlegu Þýskuþraut sem nú var haldin í 36. sinn. Félag þýskukennara stendur fyrir keppninni og alls tóku 95 nemendur frá 8 framhaldsskólum þátt að þessu sinni.

Ása Dagrún Geirsdóttir 2.NÞ varð í 2. sæti á stigi 1 og Eva Rakel Birkisdóttir 3.NÞ í 2. sæti á stigi 2 sem er fyrir lengra komna nemendur. Þær hljóta báðar að launum námsferð til Þýskalands í sumar.

Á stigi 1 voru 6 af 10 efstu þátttakendum nemendur í Kvennaskólanum því auk Ásu Dagrúnar varð Katarína Björg Helgadóttir 2.ND í 3. sæti, Thomas Andrason Burgherr 2.NB í 4. sæti, Guðlaug Helga Björnsdóttir 1.FÞ í 5. sæti, Arnheiður Anna Harðardóttir 1.FÞ í 8. sæti og Embla Hrönn Halldórsdóttir 2.NB í 9. sæti. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn.

Meðfylgjandi mynd var tekin við verðlaunaafhendinguna sem fram fór á uppskeruhátíð Félags þýskukennara föstudaginn 28. mars síðastliðinn.