- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Nemendur í heilsulæsi (áður íþróttir/leikfimi) æfðu sig í frisbígolfi þessa vikuna. Við fengum heimsókn frá Íslenska frisbígolfsambandinu en það var einmitt gamall kvenskælingur, Blær Örn Ásgeirsson, sem hafði umsjón með kennslunni. Hann er einmitt margfaldur Íslandsmeistari í þessari skemmtilegu íþrótt. Ásta Skæringsdóttir íþróttakennari sagði þetta hafa heppnast einstaklega vel og mikil gleði var hjá nemendum eins og sjá má á ljósmyndunum.